Norska skipið Senior kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 400 tonn af loðnu. Það er ekki í frásögur færandi nema að því leyti að Senior landaði hér svipuðum farmi í gær og fékk aflann út af Austfjörðum, þar sem norsku skipin mega aðeins veiða fyrir norðan 64° til 15. febrúar.