Í dag kom færeyska skipið Tróndur í Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 2600 tonn af kolmunna og er þetta fyrsti kolmunnafarmurinn sem kemur til Loðnuvinnslunnar á árinu. Kolmunninn veiddist vestur af Írlandi og var skipið um 3 sólarhringa að sigla til Fáskrúðsfjarðar.