Tap af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f fyrstu 9 máunði ársins 2006 nam kr. 68 millj. Þessi niðurstaða rekstrarreiknings ræðst fyrst og fremst af breytingum á gengi íslensku krónunnar, en fjármagnsliðir eru nú kr. 330 millj. hærri en á sama tíma árið 2005.


Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 1.892 millj. og hækkuðu um 12% miðað við sama tímabil 2005. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam kr. 343 millj., sem er 18% af tekjum, en var kr. 90 millj. eða 5% af tekjum árið á undan. Veltufé frá rekstri var kr. 213 millj. eða 11% miðað við 3% á sama tíma í fyrra. Afskriftir voru kr. 146 millj., sem er svipað og árið áður.


Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins kr. 1.539 millj., sem er 50% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Nettó skuldir voru kr. 1.192 millj. og höfðu lækkað um liðlega 80 millj. á milli ára.


Afkoma félagsins á síðasta ársfjórðungi 2006 ræðst einkum af því hvernig síldarvertíðin gengur og af þróun á gengi íslensku krónunnar.