Í morgun kom færeyski báturinn Júpiter með 2000 tonn af kolmunna til Fáskrúðsfjarðar og er þetta fyrsta kolmunnalöndunin á árinu. Skipið fékk þennan afla vestur af Írlandi og eru u.þ.b. 700 mílna sigling til Fáskrúðsfjarðar.
Myndin er af Júpiter á leið inn Fáskrúðsfjörð í morgun.
Í kvöld er svo von á færeyska skipinu Tróndi í Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 2600 tonn af kolmunna.