Það hefur verið mjög mikið að gera hjá starfsfólki Loðnuvinnslunnar að undanförnu, en unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn við söltun og frystingu á síld. Síldin hefur verið stór, en mikil áta hefur verið í henni og þolir hún því takmarkaða geymslu og þarf að vinna hana hratt í gegn.
Í gærkvöldi komu tveir bátar með síld til Fáskrúðsfjarðar. Það voru færeyski báturinn Saksaberg með um 100 tonn og Gullberg VE með um 300 tonn.