Starfsmenn í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar hf héldu upp á það í gær að vera búnir að taka á móti 65 þúsund tonnum af hráefni frá áramótum. Verksmiðjan hefur tekið á móti 42 þúsund tonnum af loðnu og 23 þúsund tonnum af kolmunna. Á myndinni eru Magnús verksmiðjustjóri, Árni vaktformaður og hans ekta kvinna Linda, sem vinnur á skrifstofu LVF en hlýtur að hafa frétt af tertuátinu og skroppið í kaffi út í verksmiðju.