Hans Óli Rafnsson hefur verið ráðinn til LVF og mun m.a. hafa umsjón með tölvuvinnslu og launaútreikningum hjá félaginu. Hann tekur við starfinu af Kjartani Reynissyni, sem gegnt hefur því í 24 ár.
Hans Óli er fæddur á Fáskrúðsfirði 31. júlí 1966 og ólst þar upp. Hann lauk prófi í rafeindavirkjun árið 1993. Hann starfaði hjá Skiparadio 1993-1996 og síðar hjá Eltak. Hann hefur að undanförnu starfað sem verktaki hjá Voga- og mælitækni í Reykjavík og unnið við uppsetningar á tölvuvogum og tölvustýringum.
Kona hans er Berglind Agnarsdóttir, leikskólastjóri, og eiga þau tvö börn, Ellen Rós f. 1991 og Unnar Ara f. 1997. Hans Óli mun hefja störf hjá LVF 9. maí n.k.