Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn á Hótel Bjargi föstudaginn 8. apríl 2005 kl. 18.30.
Niðurstöður ársreiknings LVF hafa þegar verið birtar, en hagnaður LVF eftir skatta nam kr. 50,7 millj. króna. Tekjur félagsins námu kr. 2.232 millj.og eigið fé var kr. 1.486 millj. sem er 50% af niðurstöðu efnahagsreiknings.
Aðalfundurinn samþykkti að greiða 5% arð til hluthafa.
Stjórnin var öll endurkjörin og hefur skipt með sér verkum: Friðrik M. Guðmundsson, formaður, Lars Gunnarsson, varaformaður, Kjartan Reynisson, ritari, Steinn B. Jónasson og Elvar Óskarsson meðstjórnendur. Í varastjórn eru: Jóhannes Sigurðsson og Björn Þorsteinsson.