Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var haldinn á Hótel Bjargi föstudaginn 8. apríl kl. 17.30.
Hagnaður KFFB skv. samstæðureikningi nam kr. 29,5 millj., en eigið fé þess var kr. 1.346 millj. sem er 95,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa var samþykkt að leggja niður innlánsdeild félagsins miðað við 15. apríl 2005. Þá var ákveðið að fækka félagsdeildum úr fjórum í tvær fyrir aðalfund 2006.
Kjartan Reynisson sem verið hefur í stjórn KFFB frá 1993 og stjórnarformaður frá 1997 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var Jónína Óskarsdóttir kjörin í hans stað. Stjórnin hefur skipt með sér verkum:
Steinn B. Jónasson, formaður, Elvar Óskarsson, varaformaður, Elínóra Guðjónsdóttir, ritari, Lars Gunnarsson og Jónína Óskarsdóttir meðstjórnendur. Í varastjórn eru Smári Júlíusson, Ármann Elísson og Magnús Ásgrímsson.