Fjöllin standa á haus í firðinum fagra í vetrarblíðunni. Ljósafell SU fjærst á myndinni er að fara á veiðar. Bergur VE er að fara á veiðar eftir að hafa losað 1200 tonn af loðnu bæði í bræðslu og frystingu. Finnur Fríði FD hinn færeyski, nýjasta uppsjávarveiðiskip frænda okkar, er að leggja að bryggju til löndunar með 2400 tonn af loðnu.