Í morgun (22/2) er verið að landa úr Bergi VE 44 um 1200 tonnum af loðnu og Finnur Fríði FD 86 er á leiðinni með 2400 tonn til löndunar. Loðnan veiddist út af Ingólfshöfða. Bergur fyllti sig þar í fáum köstum. Svo virðist sem einhver loðna sé ennþá að ganga upp að landinu og ekki veitir af miðað við það sem á eftir að veiða af útgefnum kvóta. Verður reynt að frysta upp úr báðum bátunum ef loðnan reynist hæf til þess.