Hoffell kom í morgun með fullfermi af loðnu sem er fyrsti farmurinn á þessari vertíð sem berst til Fáskrúðsfjarðar. Af því tilefni færði Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri áhöfninni á Hoffelli rjómatertu. Á myndinni sést Magnús afhenda Bergi Einarssyni skipstjóra tertuna