Firmakeppni Hótels Bjargs og Leiknis í innanhússknattspyrnu var haldin í 8. sinn 30. desember s.l. og fór lið salthúss og frystihúss LVF með sigur að hólmi. Sigurvegararnir fengu að launum pítsaveislu á Hótel Bjargi og farandgrip mikinn til varðveislu, sem LVF gaf á sínum tíma. Á síðastliðnu ári hafði þessi gripur verið í höndum fiskimjölsverksmiðju LVF. Að þessu sinni voru leikmenn sigurliðsins allir af erlendu bergi brotnir eða þeir Ifet, Samir, Kenan og Adnan frá Bosníu, Rimantas frá Litháen og Andrzej frá Póllandi.