Glettingur, tímarit um austfirsk málefni, 14. árg. 3. tbl. 2004 er kominn út. Ritstjóri Glettings að þessu sinni er Magnús Stefánsson frá Berunesi.

Meðal efnis í blaðinu er viðtal sem Magnús átti við Gísla Jónatansson um 70 ára starfsemi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Viðtalinu fylgja myndir frá ýmsum tímum í sögu félagsins.

Þá er m.a. athyglisverð grein í blaðinu er nefnist „Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði 100 ára“, sem Albert Eiríksson skrifar.

Glettingur er til sölu í Sparkaupum, Fáskrúðsfirði.