Færeyski báturinn Saksaberg FD 86 frá Götu landaði í dag 790 tonnum af síld til bræðslu hjá LVF. Það er langt að sigla frá síldarmiðunum norður í hafi til Fáskrúðsfjarðar, en Saksaberg hafði að baki 650 sjómílur þegar báturinn kom til Fáskrúðsfjarðar um kl. 11.00 í morgun.