Nú er verið að landa um 2400 tonnum af kolmunna úr færeyska skipinu Krúnborg TN 265. Skipið fékk aflann norðaustur úr Færeyjum og tók siglingin til Fáskrúðsfjarðar um 18 klst. Loðnuvinnslan hf hefur þá að þessum afla meðtöldum tekið á móti liðlega 25000 tonnum af kolmunna það sem af er árinu.