Jón L. Kjerúlf, viðskiptafræðingur, sem verið hefur skrifstofustjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar h/f síðastliðin 10 ár hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. júlí n.k. Við starfi Jóns tekur Halldór U. Snjólaugsson, sem starfað hefur sem bókari hjá KFFB og LVF frá árinu 1997. Halldór er fæddur á Akranesi 17. júní 1959. Hann stundaði nám við Viðskiptadeild H.Í. árin 1983-1987. Hann er í sambúð með Jónínu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvö börn Snjólaug Inga og Jónínu Björgu. Halldóri er óskað til hamingju með nýja starfið. Þá er Jóni L. Kjerúlf þökkuð vel unnin störf fyrir félögin og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.