Starfsmannafélag LVF var með aðalfund sinn þriðjudaginn 27. apríl. Á fundinum var meðal annars kosin ný stjórn, en hana skipa: Hrefna Guðný Kristmundsdóttir, formaður, Bjarnheiður Pálsdóttir, Dagbjört Sigurðardóttir, Grétar Arnþórsson, Jóhann Óskar Þórólfsson og Kjartan Reynisson, sem meðstjórnendur, en Óðinn Ómarsson var kjörinn varamaður. Starfsmannafélagið hefur starfað að miklum krafti m.a. með helgarferð til Akureyrar á s.l. hausti ásamt öðrum uppákomum. Annað kvöld munu starfsmenn fjölmenna í mat og dansi-ball á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík og opnar húsið kl. 20.00. Að loknu borðhaldi verður dansleikur sem er öllum opinn.

Á myndinni eru Hrefna Kristmundsdóttir formaður Starfsmannafélags LVF og Paulius Naucius á vinnustað s.l. haust.