Góð kolmunnaveiði hefur verið sunnarlega í færeysku lögsögunni á stóru svæði undanfarnar tvær vikur. Einnig hefur verið góð veiði suðvestur af Orkneyjum hjá skipum m.a. frá Írlandi. Í gær var byrjað að landa úr írska skipinu Western Endeavour um 2000 tonnum og í dag verður landað úr Ingunni AK svipuðum afla.
Þegar þessum löndunum er lokið verður búið að taka á móti 18.000 tonnum af kolmunna hjá LVF það sem af er árinu.