Líflegt er við höfnina á Fáskrúðsfirði í dag. Verið er að landa um 1500 tonnum af loðnu úr Vilhelm Þorsteinssyn EA 10, en einnig var landað úr skipinu frosinni loðnu, sem fór um borð í flutningaskip í morgun. Þá bíða tvö færeysk skip löndunar á loðnu, Krunborg með um 2400 tonn og Júpiter með um 1500 tonn.