Hinn 17. febrúar s.l. afhenti Ævar Agnarsson frá Iceland Seafood Corporation, USA, nokkrum fyrirtækjum í sjávarútvegi viðurkenningarskjöld fyrir framúrskarandi gæði framleiðslu sinnar árið 2003 fyrir Bandaríkjamarkað. Þau fyrirtæki sem viðurkenningu hlutu voru auk Loðnuvinnslunnar hf., Guðmundur Runólfsson hf.,

Útgerðarfélag Akureyringa hf., Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf og Sjóvík. Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri og Þorri Magnússon, framleiðslustjóri, tóku á móti viðurkenningu LVF. Gísli Jónatansson þakkaði stjórnendum Iceland Seafood fyrir hönd viðtakenda. Athöfnin fór fram á Lækjarbrekku í Reykjavík.

Á myndinni eru frá vinstri Ævar Agnarsson ISC., Ellert Vigfússon Sjóvík, Ingólfur Hjaltalín FH., Guðm. Smári Guðmundsson GR., Móses Geirmundsson GR., Pétur Pétursson FH., Gunnar Larsen ÚA., Magnús Baldursson ÚA., Gísli Jónatansson LVF., og Þorri Magnússon LVF.