Það sem af er árinu hefur Loðnuvinnslan h/f tekið á móti tæplega 5000 tonnum af loðnu og af því hafa verið fryst um 1400 tonn til landa Austur-Evrópu. S.l.sunnudag 1. febrúar lestaði m/s Ice Crystal liðlega 600 tonn af frystri loðnu.


Hinn 26. janúar lestaði m/s Sylvia 1400 tonn af fiskimjöli og n.k. föstudag er væntanlegt hingað m/s Delmar og lestar um 800 tonn af mjöli.