Undanfarna daga hefur verið mjög mikið að gera við loðnufrystingu hjá LVF og búið að frysta um 1000 tonn frá því á laugardag. Norska loðnuskipið Rav landaði í gær um 400 tonnum af loðnu og fór meirihluti aflans í frystingu. Skipverjar á Ljósafelli bættust í vikunni í hóp þess vaska fólks sem vinnur við frystinguna.