Aldrei hefur verið saltað jafn mikið af síld hjá LVF síðan byrjað var á þessari verkun fyrir 7 árum. Í dag er búið að salta í 21.000 tunnur, þar af eru 15.000 tunnur af flökum og bitum, en 6.000 tunnur er hausskorið og heilsaltað. Einnig er búið að frysta 500 tonn af flökum, sem að mestu fara á Frakkland og Eystrasaltslöndin. Saltaða síldin fer að mestu á Norðurlöndin og einnig lítillega til Kanada. Mikil vinna hefur verið í haust og það sem af er janúar í kringum síldina og aðra fiskverkun hjá Loðnuvinnslunni h/f. Myndin hér til hliðar er tekin í haust við móttöku á tómum síldartunnum.