Verið er að salta og flaka síld sem Hoffell kom með í morgun. Skipið kom með um 500 tonn og verður unnið við það fram eftir degi, en þá verður tekið hlé fram yfir hádegi á morgun, því árlegt “hjónaball” verður haldið í Skrúð í kvöld. Vinnan verður að víkja í smá stund fyrir þessum ríflega 100 ára gamla sið Fáskrúðsfirðinga. Mikið fjölmenni verður á hátíðinni í kvöld, þar sem hjónafólki frá Stöðvarfirði er heimil þátttaka eftir sameiningu Búða- og Stöðvarhrepps í Austurbyggð. Bæði skip Loðnuvinnslunnar h/f verða í höfn svo að þeir sem þar eiga maka geti tekið þátt í hátíðinni.