Ljósafell kom til löndunar í gærmorgun með tæplega 50 tonn af fiski, aðallega þorski, og hófst þegar í stað vinnsla í frystihúsi félagsins. Hoffell kemur til löndunar í fyrramálið með síld sem verður flökuð og söltuð. Búið er að salta í rúmlega 17000 tunnur á síldarvertíðinni í haust, sem mest er flök og bitar.