Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar hf fyrstu 9 mánuði ársins 2003 varð kr. 74 millj. eftir skatta, en hagnaður félagsins eftir 9 mánuði 2002 nam kr. 300 millj.
Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru liðlega 2 milljarðar og höfðu aukist um kr. 126 millj. miðað við sama tímabil fyrir ári og rekstrargjöld námu kr. 1695 millj. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam kr. 331 millj. eða 16% af tekjum og veltufé frá rekstri var kr. 277 millj. eða 14% af veltu. Afskriftir voru kr. 208 millj.. Fjármagnsliðir eru nú neikvæðir um kr. 36 millj., en voru jákvæðir um 94 millj. á sama tíma í fyrra. Eigið fé félagsins var kr. 1400 millj. og eiginfjárhlutfall 46% og hafði eigið fé hækkað um 57 millj. milli ára. Nettó skuldir voru liðlega milljarður og hafa lækkað um kr. 168 millj. miðað sama tíma 2002.
Ástæður lakari afkomu miðað við fyrra ár eru einkum þær að fjármagnsliðir eru nú óhagstæðari sem nemur kr. 130 millj. Þá hefur afkoma frystingar versnað til muna og er framlegð fiskvinnslu um kr. 80 millj. lakari en á sama tíma 2002.
Fiskimjölsverksmiðja LVF tók á móti 108 þús. tonnum af hráefni á tímabilinu sem er met hjá fyrirtækinu og þar af voru 68 þús. tonn kolmunni. Á sama tímabili 2002 tók verksmiðjan á móti 76 þús. tonnum af hráefni.
Afkoma Loðnuvinnslunnar á síðasta ársfjórðungi ræðst einkum af því hvernig síldarvertíð gengur, verðlagi á erlendum mörkuðum og af þróun á gengi íslensku krónunnar.
Hægt er að skoða milliuppgj. undir ársreikningar.