Laugardaginn 27. sept. s.l. var þess minnst að 6. ágúst 2003 voru liðin 70 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, móðurfélags LVF. Hátíðarsamkoma var í Félagsheimilinu Skrúð kl. 14.00 að viðstöddu fjölmenni. Félagar frá Óperustúdíói Austurlands skemmtu með söng sínum við undirleik Keiths Reed. Þau sem söngu voru Tinna Árnadóttir, Herbjörn Þórðarson og Vígþór Sjafnar Zophoníasson. Kaupfélaginu bárust góðar gjafir og heillaóskir í tilefni tímamótanna. Ávörp fluttu Kjartan Reynissson stjórnarformaður, Gísli Jónatansson kfstj., Einar Jónsson fyrrv. kfstj. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Hermann Hansson fyrrv. kfstj. Kf. Austur-Skaftfellinga, Guðmundur Þorgrímsson oddviti Búðahrepps, Gunnlaugur Arinbjarnarson kfstj. Kf. Héraðsbúa og Jónas Jónasson frá Kolmúla. Fimm voru heiðraðir fyrir löng og farsæl störf sín fyrir kaupfélagið. Þeir eru Óskar Sigurðsson Þingholti, Jónas Jónasson frá Kolmúla, Guðjón Daníelsson Kolmúla, Björn Þorsteinsson Þernunesi og Einar Jónsson fyrrv. kfstj. Fimm manns sem eru jafnaldrar kaupfélagsins fædd 1933 voru afhentar gjafir frá félaginu. Þau eru Geir Helgason, Hjördís Ágústsdóttir, Jónína Árnadóttir, Jóhann Gestsson og Sonja Andrésdóttir. Þá var Ungmennafélaginu Leikni færðar að gjöf kr. 70.000,- og veitti Pálína Margeirsdóttir peningunum viðtöku fyrir hönd Leiknis. Í lok samkomunnar var Gísla Jónatanssyni kfstj. og konu hans Sigrúnu Guðlaugsdóttur afhent blómakarfa. Kl. 23.00 var haldin flugeldasýning og kl. 23.15 hófst opinn dansleikur í Skrúð, þar sem hljómsveitin Nefndin lék fyrir dansi.