Laugardaginn 27. sept. 2003 verður þess minnst að 6. ágúst s.l. voru liðin 70 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Hátíðarsamkoma verður í Skrúð kl. 14.00, þar sem m.a. félagar frá Óperustúdiói Austurlands skemmta undir stjórn Keiths Reed. Kl. 23.00 verður flugeldasýning og kl. 23.15 hefst dansleikur í Skrúð, þar sem Jón Arngrímsson og félagar leika fyrir dansi. Öllum velunnurum félagsins er boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Vonast er til að flaggað verði sem víðast á Fáskrúðsfirði þennan dag.