Búið er að taka á móti 101 þúsund tonnum til vinnslu í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Er þetta í annað sinn sem tekið hefur verið á móti meira en 100 þúsund tonnum frá því að verksmiðjan var byggð 1995.



Ennþá er mikil kolmunnaveiði og er Hoffell að landa í fjórða sinn í ágúst, en reikna má með að kolmunninn fari að hreyfa sig í suður átt hvað úr hverju og haustbrælur að byrja og þá verði erfiðara að ná í hann en verið hefur undanfarið. En aðeins er búið að veiða rúmlega helming af úthlutuðum kolmunnakvóta.