Aðalfundur LVF sem haldinn var 29. mars 2003 samþykkti að greiða 5% arð til hluthafa vegna rekstrar ársins 2002. Bréf var sent út til hluthafa um að þeir gæfu upp bankareikning, þar sem mætti leggja inn arðinn. Enn eiga nokkrir hluthafar eftir að senda inn reikningsnúmer sín, svo að hægt sé að greiða þeim arðinn, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu LVF í síma 4705000 eða senda umbeðnar upplýsingar með tölvupósti til jonk@lvf.is

Nýlega fóru fram viðskipti með hlutabréf í LVF. Þá voru seld hlutabréf að nafnvirði kr. 9,2 millj. á genginu 3,54 eða fyrir kr. 32,6 millj.