Færeyska skipið Tróndur í Götu kom til hafnar á Fáskrúðsfirði í dag með 2600 tonn af kolmunna. Aflinn fer í bræðslu hjá Loðnuvinnslunni, en um 7500 tonn af kolmunna eru komin á land hjá fyrirtækinu nú í vor.



Skoska skipið Cris Andrea landaði fyrsta kolmunnanum 19. mars s.l. en fjögur erlend skip hafa landað kolmunna hjá Loðnuvinnslunni nú í vor, skosku skipin Cris Andera og Taits og færeysku skipin Kronborg og Tróndur í Götu.



Á myndinni er Tróndur í Götu að leggjast að bryggju á Fáskrúðsfirði í dag. Mynd: Eiríkur Ólafsson