Um helgina lönduðu færeysku bátarnir Christian í Grotinum 1.900 tonnum af kolmunna og Krunborg 2.400 tonnum af kolmunna. Hoffellið landaði 3. sinnum á innan við viku, síðast 30. maí og var aflinn samtals um 3.150 í þessum veiðiferðum. Verksmiðja LVF hefur nú tekið á móti 62.ooo tonnum af hráefni frá áramótum, en þar af er kolmunni um 32.000 tonn.


Einnig hefur verið mikið um afskipanir á mjöli. M/S Trinket lestaði 800 tonn þann 27. maí.


M/S Sylvía er að lesta 600 tonn í dag.


M/S Katla bíður á meðan, en í það skip eiga einnig að fara 600 tonn.