Fyrsti kolmunninn sem hingað berst til lands á árinu kemur til Fáskrúðsfjarðar í dag. Það er færeyska skipið Finnur Fríði sem kemur til Fáskrúðsfjarðar um kl. 12.30 með 2300 tonn, sem veiddust vestur af Írlandi. Finnur Fríði er nýtt skip, sem kom til heimahafnar í Færeyjum 20. desember s.l. og er þetta þriðja veiðiferð skipsins. Skrokkur skipsins var byggður í Rúmeníu, en var svo dreginn til Noregs um mánaðarmótin ágúst-september 2003, þar sem skipið var klárað. Skipstjóri á Finni Fríða er Arne Hansen, sem áður var með Trónd í Götu, skip sömu útgerðar. Útgerðarmaður skipanna er Jákup Jacobsen í Götu í Færeyjum.

Myndin er tekin er Finnur Fríði kom til heimahafnar í desember s.l. Tróndur í Götu er í baksýn