Í gær 30. október var Víkingur AK búinn að landa 5000 tonnum af síld hjá Loðnuvinnslunni hf í haust og af því tilefni var þeim færð fallega skreytt rjómaterta. Að löndun lokinni tók áhöfn Víkings helgarfrí og jafnframt verður langþráð helgarfrí hjá starfsfólki LVF í söltun og frystingu.

Á myndinni sést Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri færa Sveini Ísakssyni skipstjóra tertuna.