Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 2008 í Danmörku, það er 75,5 m langt, 15,6 m breitt og er um 2530 BL. Hoffell veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og mjöl- og lýsisvinnslu. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Ljósafell og Hoffell

Ljósafell landaði í morgun rúmlega 100 tonnum; rúmum 40 tonnum af þorski, 32 tonnum af ufsa, 22 tonnum af gullkarfa og 5 tonnum af ýsu og öðrum afla. Hoffell er á landleið með rúm 1.400 tonn af kolmunna og von er á norska uppsjávarskipinu Ola Ryggefjord á...

Hoffell á landleið með rúm 1.000 tonn af síld.

Hoffell er á landleið með rúm 1.000 tonn af síld og verður í nótt á Fáskrúðsfirði. Ágæt veiði var miðunum og fékkst aflinn á tveimur sólarhringum. Síldin verður söltuð. Mynd; Valgeir Mar Friðriksson.

Hoffell kom inn um hádegi með 500 tonn af Síld.

Hoffell fór út í gær um kl. 16 og var komið inn aftur kl. 13.00 í dag með 500 tonn af Síld.  Aflinn var tekin í tveimur hölum. Síldinn er heilfryst og flökuð.  Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.
Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell og Hoffell

Ljósafell landaði í morgun rúmlega 100 tonnum; rúmum 40 tonnum af þorski, 32 tonnum af ufsa, 22 tonnum af gullkarfa og 5 tonnum af ýsu og öðrum afla. Hoffell er á landleið með rúm 1.400 tonn af kolmunna og von er á norska uppsjávarskipinu Ola Ryggefjord á...

Ljósafell í land með fullfermi.

Ljósafellið kom til hafnar nú undir kvöld með fullfermi eða rúmlega 110 tonn.Tæp 50 tonn af þorski, rúm 40 tonn af ufsa og 20 tonn af gullkarfa, ýsu og öðrum tegundum. Mjög góð veiði hefur verið síðustu daga hjá Sandfelli og Hafrafelli. Hoffellið er á kolmunnaveiðum...


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.
Nýjustu fréttir af Sandfelli

Sandfell með langmestan afla í september.

Sandfell með langmestan afla í september af bátum yfir 21 tonn. Sandfell landaði samtals 315 tonnum. Hafrafellið var í slipp meiri hlutann var september. Mynd: Loðnuvinnslan. Lokalisti skv. aflafréttum. SætiSæti áðurNafnAfliLandanirMestHöfn11Sandfell SU...

Línubátar í apríl.

Línubátar í apríl.

Sandfell og Hafrafell með mestan afla í apríl. Sandfell með 291 tonn og Hafrafell með 245 tonn. Mynd; Þorgeir Baldursson. Mér má sjá lokalista nr. 4. Sæti áðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn11Sandfell SU 75291.12621.6Djúpivogur, Bakkafjörður, Þórshöfn,...