Tilkynning um einelti, kynbundna áreitni eða kynferðislega áreitni
Hjá Loðnuvinnslunni er öll mismunun, til dæmis á grundvelli kynferðis, uppruna, kynhneigðar eða annarra persónubundinna þátta, er óheimil. Komi upp slík mál er ákveðin viðbragðsáætlun sem fer í gang.
Tilkynning þessi berst eingöngu til mannauðsstjóra og farið er með allar tilkynningar sem trúnaðarmál.
Hvað er einelti, kynbundin eða kynferðisleg áreitni?
Skilgreining fyrirtækisins á hvað einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni er styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. og 4. gr.:
Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðleg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.
Kynbundin áreitni: Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni ef það er alvarlegt.
Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist sem kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.