Ljósafell

Ljósafell er nú að landa í Reykjavík. Aflinn er um 65 tonn að þessu sinni, en skipið landaði líka í Reykjavík síðasta sunnudag ( 15 mars ) og þá var aflinn um 100 tonn. Uppistaðan í þessum túrum er þorskur og hefur honum og ýsunni verið keyrt til vinnslu í frystihús...

Ljósafell

Ljósafell er nú á landleið til Reykjavíkur með fullfermi. Landað verður í fyrramálið og megnið af fiskinum flutt með flutningabílum til vinnslu í frystihúsi LVF. Brottför í næstu veiðiferð verður kl 21:00, þriðjudagskvöld.

Hoffell á landleið

Hoffell lagði af stað heim frá Rockall hafsvæðinu með fullfermi af kolmunna í nótt. Siglingin er um 800 sjómílur og er skipið væntanlegt á föstudagskvöld.

Línubátar í Febrúar

Línubátarnir sem leggja upp hjá Frystihúsi LVF fiskuðu vel í Febrúar, það er að segja þegar veður leyfði. Sandfell endaði í 238 tonnum í mánuðinum og Hafrafell í 181 tonni. Hafrafellið tafðist einnig frá veiðum í nokkra daga vegna...

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa í Reykjavík. Aflinn er um 100 tonn og verður að mestu trukkað austur til vinnslu í Frystihús LVF. Áhöfnin tekur nú hafnarfrí og fer skipið aftur til fiskveiða á fimmtudagskvöld 5. mars.
Út í bæ á öskudaginn

Út í bæ á öskudaginn

Skrifstofa Loðnuvinnslunnar fékk góðar heimsóknir í morgun, þangað mættu hópar af börnum og sungu af hjartans list. Ástæðan fyrir komunni, söngnum og búningunum sem sjá má á meðfylgjandi mynd, er sú að í dag er öskudagur. Öskudagur á sér langa sögu, svo langa að...