Það er ekki alltaf tap að vera síðastur, og sú staðreynd sannaðist þegar Hoffell SU 80 kom úr síðasta loðnutúrnum. Skipið kom í heimahöfn þann 25.mars, seinast allra skipa af miðunum með 1800 tonn af loðnu í hrognatöku. Þá hefur Hoffell náð öllum sínum...
Á árum áður var gjarnan talað um bjargræðistíma þegar annríki var mikið við að færa björg í bú hvort heldur var til sjávar eða sveita. Í sjávarútvegi kemur annríkið með vertíðunum sem skipa sér hver á eftir annarri eftir því sem fiskar af hinum ýmsu tegundum...
Ævintýraleg vertíð á enda Í lok síðustu viku lögðu starfsmenn Loðnuvinnslunnar lokahönd á að vinna um 37.000 tonn af loðnu. Af þessu voru fryst 5.300 tonn af hrognum, 3.700 tonn heilfryst, sem fer til Asíu og Úkraníu og 28.000 tonn til bræðslu. Það má með sanni segja...
Ásgrímur kom í gær með 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku byrjað var að landa í morgun. Meðfylgjandi mynd þegar áhöfnin tók á móti köku í tilefni komu þeirra á Fáskrúðsfjörð. Mynd: Magnús Þorri Magnússon.