Línubátar í janúar.

Þrátt fyrir miklar brælur í janúar þá endaði Sandfell í þriðja sæti með 189 tonn og Hafrafell í fimmta sæti með 173 tonn.

Hoffell á landleið með fullfermi.

Hoffell er á landleið með fullfermi af loðnu 1.650 tonnaf Loðnu og verður á Fáskrúðsfirði um kl. 8 í fyrramálið. Skipið hefur þá veitt 10,400 tonn á vertíðinni og verksmiðjan tekið á móti 15.000 tonnum. Hoffell fer strax út eftir...

Ljósafell kom inn í morgun með 100 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 100 tonn af fiski,  aflinn er 60 tonn Þorskur 25 tonn Karfi, 9 tonn Ufsi og 6 tonn Ýsa. Ljósafell út kl. 13.00 á morgun.

H. Östervold og Havdrön.

Tveir norskir bátar komu í gærkvöld með samtals 700 tonn af Loðnu. H. Östervold með 400 tonn og Havdrön með 300 tonn.

Norskir bátar.

Í dag komu tveir norksir bátar með Loðnu, Rogne með 700 tonn og Österbris með 1.200 tonn.