Árið 2021 var fengsælt fyrir skip félagins.  Aflaverðmæti Hoffells hækkaði um 47% milli ára, aflaverðmæti Hafrafells hækkaði 16%, aflaverðmæti Sandfells um 12% en aflaverðmæti Ljósafells var 5% minna en 2020. Ljósafell var frá veiðum vegna slipptöku og framkvæmdum við krapavélar í samtals 7 vikur á síðasta ári.