Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna, og hefur skipið þá veitt 5.000 tonn í þremur túrum síðustu þrjár vikurnar.

Þetta er óvenju góð veiði á þessum tíma í íslenskri landhelgi.  Hoffell hefur veitt tæp 35.000 tonn á árinu þar af 22.500 tonn af Kolmunna.  Samkvæmt aflafréttum þá er Hoffell er með mestan kolmunnaafla íslenskra skipa á árinu, en næsta skip á eftir er með um 18.000 tonn.