Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 17. apríl sl. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2014 var 1.001 millj. sem er 85% hærra en ári 2013. Tekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 5.823 millj. Eigið fé félagsins í árslok 2014 var kr. 3.900 millj, sem er 44% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hlutafé LVF er kr. 700 millj. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Samþykkt var að greiða 14% arð til hluthafa eða kr. 98 millj.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Lars Gunnarsson, Elvar Óskarsson, Steinn Jónasson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Björn Þorsteinsson og Högni Páll Harðarson.