Ljósafell kom úr árlegu togararalli á fimmtudagskvöldið. Það gekk vel í rallinu og tók það rúma 16 daga. Tekin voru 152 tog víðsvegar út af suðurströnd landsins allt vestur að Snæfellsnesi. Heildarafli í rallinu var nálægt 80 tonnum sem var landað bæði í Reykavík og hér heima. Skipið var með um 30 tonn en hafði áður landað 50 tonnum í Reykjavík. Upplýsingar úr þessum röllum eru notaðar i reiknilíkön hjá Hafrannsóknarstofnun og er þetta í tuttugasta skiptið sem farið er í togararall þannig að töluverðar upplýsingar eiga að vera komnar í samanburðarlíkan þeirra, sem á síðan að gefa okkur betri og betri upplýsingar um ástand fiskistofnanna við landið. Ljósafellið fer aftur á veiðar núna eftir helgina.