Loðnuvinnslan h/f er með á sýningunni Austurland 2004, sem opnuð var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í gær kl. 17.00 af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Bás LVF er einn sá fyrsti þegar gengið er inn í salinn. Í básnum er sýningargestum m.a. boðið að smakka á síldarafurðum fyrirtækisins. Þá býður LVF til sölu lausfryst ýsuflök í sérhönnuðum töskum, sem handhægt er að taka með sér. Auk þess er til sölu síld í plastboxum, bæði marineruð ediksíld og kryddsíld í rauðvínssósu. Blómarósir frá LVF taka á móti sýningargestum. Sýningin er opin í dag föstudag frá kl. 13.00-20.00 og laugardag og sunnudag frá kl. 11.00-19.00.