Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Hoffell

Hoffell kom til löndunar í gær með um 800 tonn af makríl til vinnslu. Það kláraðist að landa úr skipinu í dag og hélt skipið strax til sömu veiða aftur.

Hoffell

Hoffell landaði í gær 1232 tonnum af kolmunna. Þessi afli var geymdur um borð í kælingu yfir helgina meðan sjómannadegi var fagnað. Skipið kom raunar inn á laugardagsmorgni og fór beint í skemmtisiglingu með fólk í tilefni sjómannadags. Nú er verið að taka veiðarfæri...

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1600 tonnum af kolmunna sem fékkst í Færeysku lögsögunni. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 92 tonnum af blönduðum afla. Uppistaðan karfi og ufsi. Skipið fer aftur á veiðar í dag, miðvikudaginn 8. ágúst kl 17:00

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í morgunn með fullfermi. Aflinn er blandaður, þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Túrinn er merkilegur fyrir þær sakir að í gær, 31. maí voru liðin 45 ár frá því að Ljósafellið kom fyrst til Fáskrúðsfjarðar. Ekki verður annað sagt en að skipið...

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 95 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi. Brottför í næstu veiðiferð er um miðnættið í kvöld, þriðjudag 22. maí. Gangurinn hefur verið góður að undanförnu og hefur skipið landa þétt. Föstudaginn 18. maí, 60 tonn Mánudaginn 14. maí,...


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Sandfell

Sandfell átti ágætan mánuð í júlí og landaði um 264 tonnum. Aflinn fór að mestu til vinnslu í frystihús LVF, 228 tonn af þorski, en annað, 36 tonn fór á fiskmarkað. Verslunarmannahelgin var svo vel nýtt hjá Sandfellinu og landaði báturinn um 20 tonnum á laugardag og...

Sandfell

Sandfell landaði á Stöðvarfirði í gærkvöldi og var aflinn um 16 tonn. Mánuðurinn hefur verið ágætur og er heildar aflinn í maí um 256 tonn uppúr sjó. Báturinn landar aftur á morgunn, síðasta túr fyrir sjómannadag.

Sandfell

Sandfell er nú að veiðum fyrir sunnan land og hefur aflast þokkalega. Afli helgarinnar var 32,5 tonn í tveim róðrum. Fiskurinn var seldur á fiskmarkaði.