Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Makrílveiði

Makrílveiði

Hoffellið er á leið af miðunum, sunnan Vestmannaeyja með fyrsta makrílfarm sumarsins, eða tæp 800 tonn af makríl og rúm 100 tonn af síld.

Hoffell SU

Hoffell SU

Í gærkvöld kom Hoffell til Fáskrúðsfjarðar frá Færeyjum nýmálað og fínt. Skipið er búið að vera 4 vikur í slipp í Þórshöfn. Tekin verða veiðarfæri um borð og haldið síðan til makrílveiða.

Hoffell SU

Hoffell kom inn til löndunar í morgun með um 1.650 tonn af kolmunna. Aflinn í þessum túr fékkst suður af Færeyjum.


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar í morgun 06.07, með um 90 tonna afla. Aflaskiptingin er 52 tonn þorskur, 20 tonn karfi, 9 tonn ufsl, 9 tonn ýsa og svo annar meðafli.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í gær, mánudag, með rúm 90 tonn af þorski. Þarf af var 50 tonn þorskur, 35 tonn karfi og annar afli.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar í morgun. Aflinn er um 40. tonn þorskur og 10. tonn ýsa.


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Sandfell

Sandfell skilaði ágætlega í nóvember og endaði í 254 tonn, hæstur í sínum stærðarflokki. Sjá vefslóð http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/batar-yfir-15-bt-i-novnr6/4150 Þá hefur báturinn farið vel af stað í desember með um 43 tonn í fjórum...

Sandfell

Sandfelli hefur vegnað ágætlega að undanförnu. 11 tonn í gær og 12 tonn í fyrradag. Samkvæmt nýjustu samantekt Aflafrétta er báturinn kominn með 160 tonn í mánuðinum og er aflahæstur í sínum stærðarflokki. sjá slóð á...

Sandfell

Sandfell landaði rúmum 188 tonnum í október. Fyrstu 7 dagana í nóvember hefur Sandfellið landað fimm sinnum og er aflinn samtals um 57 tonn. Í dag, föstudag er hann svo á landleið með 10,6 tonn.