Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Hoffell og fleira

Hoffell var að landa í dag 1.650 tonnum af kolmunna og hefur þá landað um 8.200 tonnum á innan við mánuði. Einnig tók verksmiðjan á móti hráefni af Hákoni EA, 1.500 tonn af kolmunna og 1.050 tonnum af Grænlenska bátinum Tassilaq.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1620 tonnum af kolmunna sem skipið fékk í Færeyskri lögsögu. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni seinna í dag.

Hoffell

Hoffell landaði um 1630 tonnum af kolmunna í gær, Sunnudag. Aflinn fékkst í Færeysku lögsögunni. Skipið fór aftur til sömu veiða að löndun lokinni.


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í morunn. Aflinn var um 85 tonn eftir stuttan túr. Uppistaðan var karfi og ufsi. Skipið fór svo aftur til veiða að löndun lokinni um kl 14:00.

Ljósafell

Ljósafell er að landa í dag og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan Þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða í dag kl 16:00. 2. maí.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 100 tonnum. Uppistaða aflans var þorskur. Skipið heldur aftur til veiða í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl 14:00.


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Sandfell

Sandfell er nú að veiðum fyrir sunnan land og hefur aflast þokkalega. Afli helgarinnar var 32,5 tonn í tveim róðrum. Fiskurinn var seldur á fiskmarkaði.

Sandfell

2000 tonn, takk fyrir. Þegar Sandfell landaði tæpum 15 tonnum þann 30. desember s.l. fór báturinn yfir það að hafa veitt 2000 tonn af fiski á árinu 2017. Þetta skeður þrátt fyrir frátafir sökum slipps og sjómannaverkfalls. Ástæða er til að óska áhöfn til hamingju með...

Sandfell

Sandfell landaði á Stöðvarfirði í gær og var aflinn um 17 tonn. Það hefur gengið vel að veiða undanfarna daga, en nokkur ótíð einkenndi síðasta mánuð. Nóvember mánuður endaði þó með 177 tonna heildar afla sem gerði það að verkum að báturinn var næst aflahæstur í sínum...