Afskipanir

Það er líflegt við Bræðsluna í dag. Flutningaskipið Haukur er að lesta rúm 1300 tonn af mjöli, og fyrir aftan það á næstu bryggju er Key Bay að lesta um 2500 tonn af lýsi á sama tíma.

LVF selur Haukaberg til Patreksfjarðar

Loðnuvinnslan hefur selt Haukaberg SH-20 til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda. LVF keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði í sumar, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.

Oddi h/f tók á móti Haukabergi í Grundarfjarðarhöfn sl. laugardag.

Nokkrar vikur líða uns báturinn fer á veiðar en áður þarf að koma ýmsum búnaði fyrir um borð svo sem beitingavélum og öðrum búnaði til línuveiða.

Mynd Aflafréttir.is/Grétar Þór

Ljósafell

Ljósafell landaði í dag um 92 tonnum. Uppistaðan þorskur og ýsa. Skipið fer aftur til veiða á morgun, þriðjudag 24. nóv. kl 13:00

Hoffell

Hoffell er á landleið með um 500 tonn af síld til söltunar.

Ljósafell

Ljósafell er að landa 95 tonnum af blönduðum afla í dag. Brottför á morgun, þriðjudag 17. nóvember kl 13:00

Hoffell með 500 tonn

Hoffell er að landa 500 tonnum af síld til söltunnar, fer út eftir löndun á sömu veiðar

Hoffell

Hoffell er að landa um 540 tonnum af síld. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 61 tonn og uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, mánudag 9. nóvember kl 20:00

Þurrkarinn leggur af stað

Þurrkarinn fór í skip í gær og kemur skipið, Fri Star, væntanlega hingað á mánudaginn. Þurrkarinn er um 115 tonn.

Tveir kranar koma frá Reykjavík til að hífa þurrkarann á vagn.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 70 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða kl 22:00 í kvöld, mánudaginn 2. nóvember.

Hoffell

Hoffell er nú að landa fyrstu síldinni til söltunar í haust. Aflinn er áætlaður 465 tonn. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er að landa um 45 tonnum, uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur til veiða að löndun lokinni.