Arctic Voyager

Arctic Voyager kom til Fáskrúðsfjarðar s.l. laugardag með rúm 1.800 tonn af kolmunna. Skipið er frá Suðurey í Færeyjum

Hoffell með 10.000 tonn

Síðdegis í dag, þriðjudaginn 28.apríl, kom Hoffell að landi með tæplega 1700 tonn af kolmunna. Með þessum kolmunna afla er Hoffell komið í 10.000 tonn og er eins og sakir standa aflahæst uppsjávarveiðiskipa þrátt fyrir að vera burðarminna en flest hinna skipanna á miðunum.  Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að aflinn hefði fengist suður af Færeyjum en þangað er um 30 klukkustunda sigling frá heimahöfn á Fáskrúðsfirði. “Við fengum þetta í fjórum hollum” sagði skipstjórinn og hafði orð á því að eftir erfiðan vetur, svona veðurfarslega séð, hefði verið mikil blíða á miðunum og töluverð veiði.  Þá lá beinast við að inna Sigurð eftir því hvort að nóg væri af kolmunna? “Já, en það vantar aðeins neista” svaraði hann og bætti svo við “hann kemur bráðum”. Og þar talar maðurinn með reynsluna.

Þegar skipstjórinn var svo spurður að því hver ástæðan væri fyrir þessari velgengi svaraði hann um hæl að því væri að þakka stífri sjósókn, góðri áhöfn og heppni.

Hoffell á eftir að veiða 8000 tonn af kolmunna og reiknar Sigurður með að það muni taka svona 5 túra ef allt gengur samkvæmt áætlun. “ Ég er mjög bjartsýnn, við förum út strax að lokinni löndun. Það þarf að taka á meðan er því fiskurinn bíður ekki” sagði Sigurður skipstjóri að lokum.

BÓA

Kjartan Reynisson útgerðarstjóri færir áhöfninni köku. Ljósmynd Friðrik Mar Guðmundsson

Kakan var skreytt með mynd af Hoffelli. Ljósmynd Friðrik Mar Guðmundsson

Hoffell á siglingu í Fáskrúðsfirði í dag. Ljósmynd Óðinn Magnason.

Fagraberg FD

Fagraberg frá Fuglafirði í Færeyjum,  kom til Fáskrúðsfjarðar um kl. 01.00, s.l. nótt með um 2.800 tonn af kolmunna.

Ljósafell SU

Ljósafell kom í land í gær, laugardag með fullfermi, eða tæp 100 tonn.  Aflinn er 50 tonn ufsi, 35 tonn þorskur og 15 tonn karfi auk meðafla.  Ljósafell landaði sl. miðvikudag 40 tonnum. Góð vika hjá Ljósafelli.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Norðingur KG 21

Færeyska skipið Norðingur kom inn til löndunar á Fáskrúðsfirði í gær, sumardaginn fyrsta með um 1781 tonn af kolmunna.

Hoffell SU

Hoffell kom til hafnar á Fáskrúðsfirði snemma í morgun með rúm 1.600 tonn af kolmunna, en skipið var á veiðum um 160 sjómílur suður af Færeyjum. Þetta er fyrsti túrinn hjá Hoffelli eftir að kolmunninn fór að gefa sig við Færeyjar.

KAPRIFOL

Lýsisútskipun var hjá Loðnuvinnslunni hf um liðna helgi. Skipað var út rúmum 2000 tonnum af lýsi um borð í Kaprifol og siglir hann með það til Færeyja.

Ljósafell SU

Ljósafellið kom að landi s.l. laugardagskvöld með fullfermi, eða tæplega 100 tonn eftir einungis 3. sólarhringa á veiðum. Aflaskiptingin var 50 tonn af ufsa, 40 tonn af þorski og karfi.

Ljósafell- Ekkert kórónasmit

Þegar Ljósafell landaði síðasta miðvikudag ( 15. apríl ) ríkti óvenjulegt ástand um borð. „Grunur um kórónasmit“ Það var búið að skima 12 af 15 mönnum í áhöfninni fyrir smiti, og allir fengið heilbrigða niðurstöðu. En nú brá svo við að einn þeirra þriggja sem ekki höfðu verið skimaðir sýndi flensueinkenni, hita og hósta. Kom þetta upp seinnipart 14 apríl. Skipverjinn var samstundis einangraður frá öðrum í áhöfn og hann sendur í skimun strax að morgni 15. apríl þegar í land var komið.

Nú hafa borist niðurstöður skimunar og reyndist skipverjinn ekki smitaður af kóróna.

Það er mikill léttir fyrir alla aðra bæði í landi og um borð. Engu að síður þótti rétt að hafa samráð við Heilbrigðisstofnun Austurlands þegar þetta ástand skapaðist og var allri varúð gætt og áhöfninni ekki hleypt í land og haldið í sóttkví um borð þar til niðurstaða barst. Skipið er nú að veiðum og allir við góða heilsu.

Áhöfn og útgerð þakka HSA fyrir skjót og góð viðbrögð og óska heilbrigðisstarfsfólki velfarnaðar í sínum erfiðu störfum.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar í nótt með tæplega 100. tonna afla. Uppistaða aflans voru um 50. tonn ufsi, 45. tonn þorskur. Veiðiferðin tók aðeins 4 daga.

Sandfell og Hafrafell

Þrátt fyrir brælutíð í marsmánuði var hann fengsæll hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfell landaði 223. tonnum og Hafrafell um 155. tonnum.

Ljósafell SU

Ljósafell kom að landi s.l. laugardag með fullfermi. Aflaskiptingin var 50. tonn þorskur, 30. tonn ýsa og síðan karfi og ufsi sem fer ferskt á Þýskaland. Skipið heldur svo til veiða aðfaranótt laugardags 11.04