Ljósafell

Ljósafell kom til löndunar í morgunn með um 52 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á föstudaginn 20. apríl kl 09:00

Hoffell

Hoffell landaði 1638 tonnum af kolmunna þann 11. apríl og er nú að koma aftur með fullfermi af kolmunna í dag,

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 56 tonnum af blönduðum afla. Brottför aftur kl. 15:00 í dag, mánudaginn 16. apríl.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 100 tonnum. Aflinn er blandaður, en uppistaðan er þó þorskur til vinnslu í frystihúsi LVF. Skipið heldur aftur á veiðar í kvöld, mánudag 8. apríl kl 20:00.

Norskir bátar

Um helgina lönduðu tveir norskir bátar kolmunna til bræðslu hjá Loðnuvinnslunni hf. Havstal landaðu tæpum 2000 tonnum og Selvog Senior með um 1750 tonn. Síðan bíður Norski báturinn Steinsund löndunar á kolmunna meðan verið er að landa bolfiski úr hinum rammíslenska togara Ljósafelli.

Norskir bátar

Nú er verið að landa kolmunna úr Norska skipinu Havsnurp. Áður höfðu þrír Norskir bátar landað kolmunna yfir páskana á Fáskrúðsfirði. Þetta voru Vestviking með 1.629 tonn, Manon með 1.583 tonn og Steinsund með 1.742 tonn.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 82 tonn, uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, miðvikudag 4. apríl kl 13:00

Loðnuvertíðin

Þá er loðnuvertíðin að verða búin. Alls var tekið á móti um 30 þúsund tonnum hjá Loðnuvinnslunni hf og af því var um 21 þúsunn tonn af erlendum bátum. Vertíðin var í lengra lagi því fyrsti báturinn, Endre Dyroy landaði þann 21. janúar og síðasti farmurinn kom af Hoffelli 23. mars. Lokið var við að frysta hrogn á sunnudaginn 25. mars, en ennþá er verið að bræða í fiskimjöslverksmiðjunni. Á myndunum má sjá Norska skipið Knester og Færeyska skipið Júpíter sem báðir lönduðu hjá Loðnuvinnslunni á vertíðinni.

Síðasti loðnufarmurinn

Hoffell hefur nú lokið við að veiða allan loðnukvótann, samtals 8.600 tonn.   Skipið er á heimleið með 900 tonn sem var síðasti skammturinn til að fylla uppí kvótann.  Að sögn Bergs Einarssonar skipstjóra var aflinn veiddur í Hrútafjarðarál, sem eru ekki algeng mið fyrir loðnuveiðar, frekar sjaldgæf reyndar.  Loðnan er falleg, u.þ.b. 65 % hrygnur og fer öll til hrognatöku hjá Loðnuvinnslunni.  Aðspurður sagði Bergur að veiðin hefði gengið mjög vel, spegilslétt haf, sól og blíða.  Og þegar hann var inntur eftir ástandi á loðnumiðunum svaraði hann því til að það væri „skömm að þessi vertíð væri búin, því nóg væri af loðnu á miðunum enn“.  En næg eru verkefnin fyrir Hoffell. Nú þegar loðnuvertíðin er yfirstaðin verður farið í að skipta um veiðafæri á skipinu, nótinni sem loðnan er veidd í er skipt út fyrir flottroll til þess að veiða Kolmunna sem, ef að líkum lætur, mun fylla lestir Hoffellsins áður en langt um líður.

BÓA

Hoffell

Hoffell er komið til löndunar með um 1300 tonn af loðnu til hrognatöku.

Mjölskip

Flutningaskipið Zeus lestaði um 1500 tonn af mjöli í blíðunni á Fáskrúðsfirði í gær.

Sandfell

Sandfell er nú að veiðum fyrir sunnan land og hefur aflast þokkalega. Afli helgarinnar var 32,5 tonn í tveim róðrum. Fiskurinn var seldur á fiskmarkaði.

Síða 5 af 103« Fyrsta...34567...102030...Síðasta »