Ljósafell

Ljósafell SU 70

Ljósafell landaði í gær um 42 tonnum af þorski eftir stuttan túr. Skipið fór strax aftur til veiða að löndun lokinni.

Sandfell 2018

Sandfell SU 75

Sandfell hefur aflað ágætlega það sem af er janúar og var kominn með um 110 tonn í land þann 15. janúar.

Samkvæmt samantekt MBL 200 mílur er báturinn með mikla yfirburði yfir aðra báta í sama stærðarflokki árið 2018. Afli Sandfells var samkvæmt samantektinni 2350 tonn og er það um 600 tonnum meira en sá sem varð í öðru sæti. Sjá vefslóð http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/aflahaesti-batur-yfir-15-bt-arid-2018-er/4264

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 620 tonnum af íslenskri síld til söltunar.

Ljósafell

Ljósafell SU 70

Ljósafell er nú að landa fyrsta túr ársins. Aflinn er um 100 tonn og er mjög blandaður. Þorskur 40 tonn, Ysa 16 tonn, Ufsi 27 tonn Gullkarfi, Djúpkarfi og annar afli fylla svo restina. Brottför í næasta túr er á miðnætti í kvöld, mánudaginn 7. janúar.

Sandfell

Sandfell fór í fjóra róðra milli jóla og nýárs. Aflinn var samtals 47,5 tonn í þessu róðrum og endar báturinn í 185 tonnum í desember.

Ljósafell

Ljósafell SU 70

Ljósafell er nú að landa um 75 tonnum og er uppistaða aflans þorskur. Skipið heldur aftur til veiða 2. janúar kl 16:00.

Jólakveðja

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Loðnuvinnslan hf og Hjámar ehf óska félagsmönnum, viðskiptavinum, starfsfólki og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sandfell

Sandfell landaði á föstudag 11 tonnum og á laugardag 9 tonnum. Samtals er báturinn kominn með 137 tonn í desember í 14 róðrum. Það gerir tæp 10 tonn í róðri.

Hoffell

Hoffell landaði 1076 tonnum af kolmunna þann 19. desember. Þetta var síðasta löndun ársins hjá skipinu og er aflinn því orðinn rúm 41 þúsund tonn á árinu. Kolmunni er tæp 19 þúsund, Makríll rúm 10 þúsund, Loðna tæp 9 þúsund og síld rúm 3 þúsund.

Jólin til þín

Miðvikudaginn 18.desember voru haldnir jólatónleikar í Félagsheimilinu Skrúði. Var þar á ferðinni hópur af söngvurum og hljóðfæraleikurum sem fóru um landið með tónleika undir yfirskriftinni Jólin til þín. Hljómsveitin var skipuð einvalaliði hljóðfæraleikara og söngvararnir voru þau Eiríkur Hauksson, Regína Ósk, Rakel Páls og Unnur Birna.  Er óhætt að segja að tónleikarnir hafi verið þeir glæsilegustu og jólastemmningin einlæg.

Loðnuvinnslan, ásamt Starfsmannafélagi Loðnuvinnslunnar, bauð öllu sínu starfsfólki á tónleikana og í fordrykk á undan.  Var þátttakan góð eða um 90 manns frá fyrirtækinu auk annarra gesta að sjálfsögðu. Heildarmæting á tónleikana var því nokkuð góð.  Haft er eftir allmörgum tónleikagestum að kvöldið hafi verið afar ánægjulegt og skemmtilegt, tónlistin hafi verið “unun ein á að hlíða” eins og haft er eftir ónefndum gesti.

Er það fastur liður í aðdrananda jóla hjá mörgum að fara á tónleika, að hlusta á jólalögin flutt af góðu tónlistarfólki er upplifun sem eykur á vellíðan og að gleyma sér eina kvöldstund við tónanna klið er slakandi og skemmtilegt. Að fá tónleikana Jólin til þín, hingað í heimabæinn okkar á desemberkvöldi  var afskaplega vel þegið og óhætt er að fullyrða að tónleikagestir hafið farið heim með jólagleði í hjarta.

BÓA

 

 

 

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 65 tonnum. Uppistaða aflans var þorskur til vinnslu í frystihús LVF.
Næsta veiðiferð verður svo milli jóla og nýárs.

Hljóðnemar í Grunnskólann

Á dögunum færði Loðnuvinnslan Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fimm þráðlausa hljóðnema að gjöf.  Hljóðnemunum fylgir að sjálfsögðu sendir og annar búnaður sem þarf til þess að þeir virki sem skyldi. Er gjöfin að andvirði 250 þúsund króna. Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri tók á móti gjöfinni fyrir hönd Grunnskólans og aðspurð sagði hún að gjöfin væri afar vel þegin og nemendur og starfsfólk skólans væri afskaplega þakklátt fyrir þessa góðu gjöf.  “Þegar við höldum árshátíð Grunnskólans er hefð fyrir því að setja upp eitthvert leikrit og til þess að talað mál skili sér vel út til áhorfenda er nauðslynlegt að hafa hljóðnema” sagði Eygló.  Í nóvember s.l. var árshátíð nemenda haldin þar sem sýnd voru atriði úr Konungi ljónanna og undanfarin ár hafa hljóðnemar verið leigðir en að þessu sinni bar svo við að þeir voru uppteknir og þá voru góð ráð dýr og því var ákveðið að leita til Loðnuvinnslunnar sem hefur stutt vel við Skólamiðstöðina um langt skeið. “Þessi gjöf nýtist að sjálfsögðu allri Skólamiðstöðinni” bætti Eygló við því að Leikskólinn, Tónlistarskólinn og Grunnskólinn nýta salinn og þann búnað sem þar er.  Þá sagði Eygó að það væri dýrmætt að eiga góða að og vildi gjarnan koma á framfæri þakklæti fyrir greiðsemi og liðlegheit varðandi akstur á börnum til og frá íþróttahúsi þegar færð er slæm og veður eru vond. “Ég hef ósjaldan hringt og spurt hvort að rúta Loðnuvinnslunnar geti ekið nemendum og ávalt fengið góðar viðtökur” sagði Eygló og er þakklæti allra þeirra sem vinna og starfa í Skólamiðstöðinni hér með komið á framfæri.

BÓA