Hoffell í öðru sæti.

Eins og staðan er í dag þá er Hoffell í öðru sæti sem er frábær árangur þar sem Hoffell er eitt minnsta skiptið á þessum lista.

Sjá samantekt Aflafrétta.

Listi númer 12

Núna eru öll skipin á veiðum og eru að mestu í  makrílnum 

alls eru komnn á land um 336 þúsund tonn og af  því þá er makríll um 84 þúsund tonn þegar þessi listi er reiknaður

Flest öll skipin komu tvisvar með afla á þennan lista,  Beitir NK var með 2252 tonn og er kominn yfir 30 þúsund tonnin

Hoffell SU 2004 tonn

Börkur  II NK 2103 tonn

Jón Kjartansson SU 2333 tonn

Vilhelm Þorsteinsson EA 2827 tonn

Bjarni Ólafsson AK 2094 tonn

Guðrún Þorkelsdóttir SU 2342 tonn

Ísleifur VE 2307 tonn

Sigurður VE 2018 tonn

Börkur NK nýi 2821 tonn.

Hoffell á landleið með 1.000 tonn.

Hoffell er á landleið með 1.000 tonn af makríl og verður í landi um hádegið í dag.

Veiðin var góð í þessum túr og fékkst aflinn á 21/2 sólarhring.

Samtals hefur skipið þá fengið á vertíðinni tæp 6.000 tonn af Makríl.

Góður gangur hjá bátunum í ágúst.

Gaman að segja frá því að samkvæmt aflafréttum þá eru Sandfell og Hafrafell aflahæðst það sem af er ágúst.

Sandfell SU með 47 tonn í 3 og kominn á toppinn,

Hafrafell SU 28 tonn í 2

Fríða Dagmar ÍS 38 tonn í 5

Auður Vésteins SU 30 tonn í 3

Jónína Brynja ÍS 40 tonn í 5

Vigur SF 39 tonn í 2

Særif SH 30 tonn í 3

Sandfell SU.

Hoffell á landleið með tæp 1000 tonn.

Hoffell er á landleið með tæp 1.000 tonn af Makríl og verður á Fáskrúðsfirði í nótt.
Vel gekk að veiða í þessum túr og fékkst aflinn á þremur sólarhringum.
Hoffell hefur þá veitt tæp 5.000 tonn á vertíðinn .

Ljósafell komið til Færeyja í slipp.

Ljósafell landaði 107 tonnum í tveimur löndunum í síðstu viku, aflinn var aðallega þorskur og karfi.

Ljósafell sigldi síðan til Færeyja sl. sunnudag og var tekið upp í slipp þar.   Skipið er að fara í venjubundið viðhald, en það er tekið á tveggja ára fresti í slipp, botnhreinsað og málað.

Reiknað er með að skipið verði rúmar tvær vikur í Færeyjum.

Mynd tekið í dag af Kjartani Reynissyni.

Hoffell er á landleið með 1000 tonn af makríl

Hoffell er á landleið með 1000 tonnn af Makríl og verður á Fáskrúðsfirði í nótt.

Góð veiði var síðstu tvo daga og virðist vera koma meiri makríll á veiðisvæðið. Skipið fer út að lokinni löndun.

Hoffell með samtals 300 tonn af Makríl

Hoffell er á landleið og verður í kvöld með 300 tonn.  Mjög rólegt var á miðunum.

Skipið fer strax út eftir löndun og eitthvað betra útlit er með veiði núna.

Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí

Gaman að segja frá því að samkvæmt aflafréttum þá endaði Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí.

Bátar yfir 21 bt í júlí.

Listi númer 5.

Lokalistinn,

Frekar óvæntur endasprettur, því að Hafrafell SU var með 42,4 tonn í 3 og endaði aflahæstur

Sandfell SU 41,4 toinn í 3

og Kristján HF 32,7 tonní 3 og eins og sést þá munar ekki nema 500 kíló á milli SAndfells SU og Kristjáns HF

Indriði KRistins BA 29,6 tonní 4

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
16Hafrafell SU 65164.71516.7Neskaupstaður, Stöðvarfjörður, Vopnafjörður
27Sandfell SU 75162.61616.9Stöðvarfjörður, Vopnafjörður, Neskaupstaður
33Kristján HF 100162.11717.1Vopnafjörður, Neskaupstaður
41Einar Guðnason ÍS 303156.51516.9Suðureyri
58Indriði Kristins BA 751142.21712.8Vopnafjörður, Neskaupstaður
62Jónína Brynja ÍS 55135.11517.3Bolungarvík
74Vigur SF 80127.31214.3Hornafjörður, Neskaupstaður, Djúpivogur
85Fríða Dagmar ÍS 103126.71514.3Bolungarvík
99Óli á Stað GK 9988.3198.9Siglufjörður

Ljósafell með rúmlega 100 tonn.

Ljósafell kom inn í gærkvöldi með rúm 100 tonn af blönduðum afla.  Aflinn er 50 tonn Ufsi, 18 tonn Karfi, 15 tonn Þorskur, 15 tonn Ýsa og annar afli.

Ljósafell fer út á þriðjudagsmorgun.

Ljósafell með rúmlega 40 tonn

Ljósafell kom inn í dag með rúm 40 tonn í dag af Þorski eftir tveggja daga túr.  Ljósafell fór út strax eftir löndun.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í nótt með 45 tonn af fiski, 10 tonn Þorskur, 14 tonn Ýsa, 11 tonn ufsi, 8 tonn Karfi og annar afli. Ljósafell fer út kl. 14.00 á sunnudaginn

Hoffell er á landleið með 900 tonn.

Hoffell er á landleið með 900 tonn og verður aðra nótt.

Rólegt var í byrjun túrsins og síðan var veiðin góð. 800 tonn af aflanum fékkst síðustu tvo dagana.

Hoffell fer út að lokinni löndun.